Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. mars 2002 kl. 17:21

Geirfugl GK dregur Hafberg GK í land

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var kallað út fyrr í dag þar sem Hafberg GK hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna á Selvogsbanka. Kafari af björgunarskipinu náði hins vegar ekki að athafna sig úti á sjó vegna sjólags.Útgerð Hafbergs, Þorbjörn-Fiskanes, fékk annað skip sömu útgerðar, Geirfugl GK, til að fylgja Hafbergi í land en skipið var ekki vélarvana.
Birgir Agnarsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni sagði að þeir á Hafbergi hafi fengið netadreka, vír og eitthvað fleira í skrúfuna. Engin hætta hafi þó verið á ferðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024