Geirfinnsmálið: Samvinna lögreglunnar í Keflavík og Reykjavík í lágmarki
Það virðist svo sem lítil sem engin samskipti hafi verið milli rannsóknarlögreglumanna í Keflavík og Reykjavík við rannsókn á Geirfinnsmálum; jafnvel mætti segja að um samskiptaleysi hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í rannsókn Láru V. Júlíusdóttur, sérstökum saksóknara, sem fékk það verkefni að rannsaka hvernig Magnús Leópoldsson dróst inn í rannsókn lögreglu að ósekju.Lára segir í skýrslu sinni að samskiptaleysi rannsóknaraðila í Keflavík og Reykjavík hafði einkennilegt miðað við alvarleika málsins og umfang. Að vísu hafi Hauki Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni verið falin afmörkuð verkefni í tengslum við Reykjavíkurrannsóknina en hann virðist hafa dregið sig út úr henni fljótlega.
Í skýrslu Láru kemur ennfremur fram að enginn hafi viljað tjá sig um hið meinta samskiptaleysi rannsóknaraðila með formlegum hætti. Hins vegar hafi sumir greint óbeint frá þessu í samtölum við hana og Baldvin Einarsson lögreglufulltrúa.
Þá kemur fram að í skýrslutöku í nóvember 2001 hafi Sigurbjörn Víðir Eggertsson bent á að þeir sem rannsökuðu hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík fengu ekki gögn Keflavíkurlögreglunnar fyrr en þó nokkru eftir að rannsóknin hófst og taldi hann að þeim gögnum hefði verði bætt við fyrir aftan gögn rannsóknarnefndar Reykjavíkur þegar rannsókn hennar lauk. Hins vegar gat hann ekki áttað sig á því nákvæmlega hvenær þeir fengu umrædd gögn úr Keflavík en taldi hugsanlegt að það geti hafa verið í febrúar eða mars 1996. Sigurbjörn kvaðst reynar ekki muna neitt sérstaklega eftir þessum gögnum en man þó eftir einni lausblaðamöppu sem kölluð var Draumar og dulspeki og innihélt gögn varðandi drauma fólks og samskipti við miðla. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu í morgun.
Í skýrslu Láru kemur ennfremur fram að enginn hafi viljað tjá sig um hið meinta samskiptaleysi rannsóknaraðila með formlegum hætti. Hins vegar hafi sumir greint óbeint frá þessu í samtölum við hana og Baldvin Einarsson lögreglufulltrúa.
Þá kemur fram að í skýrslutöku í nóvember 2001 hafi Sigurbjörn Víðir Eggertsson bent á að þeir sem rannsökuðu hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík fengu ekki gögn Keflavíkurlögreglunnar fyrr en þó nokkru eftir að rannsóknin hófst og taldi hann að þeim gögnum hefði verði bætt við fyrir aftan gögn rannsóknarnefndar Reykjavíkur þegar rannsókn hennar lauk. Hins vegar gat hann ekki áttað sig á því nákvæmlega hvenær þeir fengu umrædd gögn úr Keflavík en taldi hugsanlegt að það geti hafa verið í febrúar eða mars 1996. Sigurbjörn kvaðst reynar ekki muna neitt sérstaklega eftir þessum gögnum en man þó eftir einni lausblaðamöppu sem kölluð var Draumar og dulspeki og innihélt gögn varðandi drauma fólks og samskipti við miðla. Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu í morgun.