Geimsteinn ræður ríkjum á Rás 2
Brotið var blað í sögu Geimsteins um helgina þegar vinsældalisti Rásar 2 var kynntur. Í þremur efstu sætunum voru lög frá hljómplötuútgáfunni sem hefur starfað sleitulaust frá 1976 og lætur engan bilbug á sér finna. Í efsta sæti er nýtt lag með Lifun sem heiti Ein stök ást, í öðru sæti er Bjartmar og bergrisarnir með Negril og Klassart er í því þriðja með Gamla grafreitinn. Fyrsta stóra plata Lifunar er væntanleg í næstu viku og í kjölfarið kemur út plata með nýrri hljómsveit sem kallast Valdimar og á einnig lag á vinsældalista Rásar 2.