Gefur út bók í Ameríku
Marta Eiríksdóttir, sem áður rak Púlsinn námskeið, hefur nú söðlað um og gerst rithöfundur á erlendri grundu. Hún flutti til smábæjar í Noregi fyrir ári síðan, ásamt eiginmanni og skrifar þar bækur bæði á íslensku og ensku.
Út er komin fyrsta bókin hennar í Bandaríkjunum og víðar, hjá Balboa Press, sem er bókaútgáfa á vegum fyrirtækis hinnar þekktu Lousie Hay. En Louise þessi Hay hefur áður birst í sjónvarpsþáttum Oprah Winfrey og er nánast drottning allra bókahöfunda í sjálfshjálparbókar geiranum. Marta nefnir bókina sína; Becoming Goddess – Embracing Your Power!
Í þessari bók er Marta að skrifa hvatningu til kvenna, um hvernig á að öðlast meira sjálfstraust, hugrekki og lífsgleði. Marta fer víða í þessari bók og notar dæmi úr eigin lífi til að hvetja konur til dáða á öllum aldri.
Marta Eiríks er nú brátt á leið til Washington DC á bókaráðstefnu á vegum fyrirtækis Lousie Hay en þar mun Marta kynna nýju bókina sína og árita fyrir ráðstefnugesti, sem telja nokkur þúsund.
Marta ætlar að vera með okkur í gamla heimabænum sínum á Ljósanótt, ásamt fleirum góðum gestum, sem heiðra munu Reykjanesbæ á þessari stórskemmtilegu fjölskylduhátíð.
Bókina Becoming Goddess – Embracing Your Power! má kaupa núna á amazon á vefnum. Marta hefur einnig opnað facebook síðu í tengslum við bókina sína, sem nefnist Marta Eiríksdóttir – The Dancing Eaglewoman from Iceland.