Gefn styrkir Velferðarsjóð Suðurnesja
Kvenfélagið Gefn í Garði hefur veitt myndarlegt framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Herborg Hjálmarsdóttir formaður Gefnar afhenti sjóðnum 300.000 krónur sem eru m.a. afrakstur af árlegum jólabasar kvenfélagsins. Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, veitti framlaginu viðtöku.
Kvenfélagið Gefn er öflugt kvenfélag í Garðinum. Um 100 konur eru skráðar í félagið og 50-60 eru virkar í starfinu. Árlega veitir kvenfélagið um eina og hálfa milljón króna í styrki til samfélagsmála í Garði og á Suðurnesjum.
Myndin var tekin þegar framlagið í Velferðarsjóðinn var afhent. VF-mynd: Hilmar Bragi