Gefa skólabörnum gulrætur sem átti að henda
Skólamatur spornar gegn matarsóun
Skólamatur í Reykjanesbæ lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að sporna gegn matarsóun. Undanfarið hefur verið rætt um að íslenskar gulrætur safnist upp hjá bændum og þeim sé á endanum fargað. Þau hjá Skólamat ákváðu því að taka til sinna ráða og keyptu um 100 kg af gulrótum sem þau ætla að bjóða með máltíðum sínum til skólabarna.