Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gefa lokafrest til 14. janúar
Fimmtudagur 9. janúar 2003 kl. 14:37

Gefa lokafrest til 14. janúar

Mengunarvarnir norska ríkisins gefa eigendum skipsins Guðrúnar Gísladóttur lokafrest til hádegis þriðjudaginn 14. janúar til að tryggja fjármagn til að dæla olíu úr skipinu, samkvæmt fréttum Rúv. Ef bankatrygging fyrir greiðslu kostnaðar liggur þá ekki fyrir lætur norska ríkið dæla olíunni úr skipinu á kostnað útgerðarinnar.Ottar Longva, deildarstjóri hjá mengunarvörnum norska ríkisins, sagði við fréttastofu Útvarps í morgun að þolinmæði norskra yfirvalda gagnvart eigendum Guðrúnar Gísladóttur væri á þrotum. Í allt haust hafi frestur til að tæma olíu úr tönkum skipsins ítrekað verið framlengdur. Mengunarvarnirnar hafi langt mikla vinnu í að meta áætlanir Íshúss Njarðvíkur um björgun skipsins en enn hafi ekkert markvert gerst og enn væri skipið á hafsbotni.

Í morgun sendu mengunarvarnirnar boð til Íshúss Njarðvíkur og til Festi, útgerðarfélagins sem átti og gerði út Guðrúnu Gísladóttur, að lokafrestur til að tæma olíu úr skipinu renni út klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 14. janúar. Eftir það verður enginn frestur gefinn og olíunni dælt úr tönkum skipsins af norska ríkinu á kostnað útgerðarfélagins.

Upphaflega var ætlunin að ná skipinu upp með öllu innanborðs - afla og olíu - fyrir jól. Tafir urðu þó á framkvæmdum vegna veðurs og nú hefur einnig komið á daginn að fjármagn til björgunarstarfsins hrekkur ekki til. Því verður að endurfjármagna verkið og nú unnið að því.

Ottar Longva sagðist enn trúa og treysta því að ekki komi til þess að ríkið láti dæla olíunni upp. Tíminn sé hins vegar að renna út. Af hálfu norskra yfirvalda eru engar fyrirætlanir um að ná skipinu sjálfu upp og eigendur þess hafa frestt il 1. maí að ná því upp þótt áður verði búið að dæla olíunni upp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024