Gefa 400 poka af kaffi til Fjölskylduhjálpar
Lögfræðistofan Landslög við Hafnargötu 31 færði Fjölskylduhjálp Íslands 400 poka af kvöldroða frá Kaffitári sem verður notað við úthlutanir hjá Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ í dag.
Fjölskylduhjálp Íslands opnar útibú að Hafnargötu 29 í Reykjanesbæ og verður fyrsta matarúthlutun félagsins í dag og síðan verður úthlutað mat næstu fimmtudaga. Starfsfólk hjá Landslögum vildi leggja Fjölskylduhjálpinni lið. Meðal þess sem óskað var eftir til úthlutunar var kaffi og því hafði lögfræðistofan samband við Kaffitár og samdi við kaffibrennsluna um að framleiða sérstaklega fyrir sig 400 poka af kvöldroða sem fóru síðan til Fjölskylduhjálparinnar í Reykjanesbæ.
Landslög hvetja önnur fyrirtæki á Suðurnesjum, sem eru aflögufær, um að leggja stuðning til Fjölskylduhjálparinnar.