Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gefa 10.000 leikskólabörnum endurskinsvesti
Þriðjudagur 17. júní 2014 kl. 08:00

Gefa 10.000 leikskólabörnum endurskinsvesti

Þessa dagana eru slysavarnadeildir og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar að færa öllum leikskólum landsins endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum 4-5 ára barna. Gjöfin er hluti af verkefninu „Allir öruggir heim“ sem félagið stendur fyrir í samvinnu við  Neyðarlínuna, TM, HB Granda, Verkfræðiskrifstofuna Efla, ISAVIA, Hópferðamiðstöðina Trex, Valitor,  Landsvirkjun, Securitas, Morgunblaðið, Arion banka, Tæknivörur, Skeljung, Umferðarstofu, Norðurál og Dynjanda. Gefin verða um 10.000 endurskinsvestiaf vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin. Þema verkefnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim, ekki síst yngstu borgarar landsins.

Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af leikskólastarfi. Til að tryggja öryggi barnanna meðan á þeim stendur er mikilvægt að þau séu vel sýnileg. Þegar börnin eru öll í endurskinsvestum verða þau ekki bara sýnilegri fyrir aðra í umferðinni heldur auðveldar það leikskólakennurum og öðru starfsfólki að fylgjast með hópnum og sjá frekar ef einhver röltir frá. Endurskinsvesti ætti að nota allt árið um kring. Það er von þeirra sem að átakinu standa að vestin muni nýtast vel í starfi leikskólans. Meðfylgjandi mynd var tekin á leikskólanum Múlaborg þegar vestin voru afhent þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024