Gátu ekki lent í Keflavík
Um 130 farþegar Icelandair sem voru að koma frá London um miðnætti í gærkvöldi eyddu nóttinni á Egilsstöðum í nótt en Boeing vél félagsins gat ekki lent í Keflavík vegna veðurs.
Farþegum og áhöfn vélarinnar var komið fyrir á fjórum gististöðum á Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er gert ráð fyrir að vélin haldi af stað um hádegið með fólkið til Keflavíkur.
Ekki urðu aðrar tafir vegna veðurs á flugi Icelandair í gær og í nótt, segir í frétt á mbl.is.