Gáttaþefur í Vogum!
Slökkviliðsmenn voru sendir í Voga á Vatnsleysuströnd um helgina með þá dagsskipun að vera með nefið út um gluggann.Tilkynnt hafði verið um reykjarlykt og grunur um eld í byggðarlaginu þó svo enginn vissi hvaðan lyktin átti uppruna. Sigmundur slökkviliðsstjóri sendi því hálfgerða gáttaþefi í Vogana sem þrátt fyrir góðan vilja fundu ekkert sem gat verið að brenna.