Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gáttaður á dómi Hæstaréttar
Föstudagur 26. október 2018 kl. 10:55

Gáttaður á dómi Hæstaréttar

Reykjanesbær sýknaður en málið líklega til Mannréttindadómstóls

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm þar sem Reykjanesbær var sýknaður af kröfu um að gera úrbætur að tveimur opinberum byggingum í sveitarfélaginu. Arnar Helgi Lárusson íbúi í Reykjanesbæ og Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra stefndu Reykjanesbæ og hyggst Arnar fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnar og SEM reistu kröfur sínar á því að byggingarnar fullnægðu hvorki alþjóðlegum skuldbindingum Íslands né þeim kröfum sem gerðar væru í stjórnarskrá og lögum og reglugerðum um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum. Áður hafði verið dæmt Reykjanesbæ í hag í héraðsdómi Reykjaness.

Um er að ræða Duushús við Duusgötu 2 og 88-húsið við Hafnargötu 88. Reistu samtökin kröfur sínar á því að byggingarnar fullnægðu hvorki alþjóðlegum skuldbindingum Íslands né þeim kröfum sem gerðar væru í stjórnarskrá og tilgreindum lögum og reglugerðum um aðgengi fatlaðs fólks að opinberum byggingum.

Arnar tjáði sig um dóminn á Facebook þar sem hann lýsti undrun sinni með niðurstöðuna. Hann segist hvergi nærri hættur að berjast og ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

„Þetta er algjörlega óviðunandi. Ég mun aldrei tapa í Evrópudómstólnum, því þar eru ekki aumingjar,“ segir Arnar í myndbandinu sem sjá má hér að ofan. 

„Ég skil ekki dóminn. Ég var að fara í mál vegna þess að þeir framfylgja ekki ákveðnum reglugerðum. Í hvorugu húsinu er lyfta. Dómurinn er bara að fjalla um réttindi fatlaðs fólks. Málið mitt sneri ekki að því. Ég er ekkert að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks. Það er fullt af fólki í því. Ég var að fara í mál á grundvelli þess að Reykjanesbær er ekki að fylgja eftir byggingarreglugerðum,“ bætir Arnar við

„Ég hef aldrei fengið neina þjónustu hjá Reykjanesbæ. Bærinn veit ekkert af mér. Ég hef reynt að sækjast eftir henni af því að ég tel mig eiga rétt á henni en hún hefur aldrei verið veitt. “

Dóminn má lesa í heild sinni hér.