Gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar lokað í tvær vikur
Áfram verður hægt að komast um gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar
Á föstudaginn stendur til að malbika annan hluta hringtorgsins á gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar. Þegar því er lokið mun verktaki loka þessum gatnamótum í um tvær vikur. Ekki verður því hægt að komast upp á Reykjanesbraut (eða af) á meðan á þessari lokun stendur. Áfram verður hægt að komast um gatnamót Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar þar til þessum verkhluta er lokið.