Gatnamótin löðrandi í olíu
Gatnamót Hafnavegar og Ósabotnavegar voru löðrandi í olíu í gær og skapaðist hættuástand þar vegna þess að gatnamótin voru orðin flughál.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og var leysiefni sprautað yfir olíuflekkinn og síðan voru gatnamótin þvegin.
Þetta er annað olíuslysið sem Brunavarnir Suðurnesja sinna í þessari viku en einnig höfðu slökkviliðsmenn séð um að þrífa upp olíu í fjörunni á Garðskaga eftir að stór olíuflekkur hafði rekið þar á land úr Faxaflóa.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á Hafnavegi undir kvöld í gær.