Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gatnagerð brýnasta verkefni Grindavíkur
Laugardagur 24. júní 2017 kl. 05:00

Gatnagerð brýnasta verkefni Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í viðtali við Sóknarfæri, að gatnagerð sé brýnasta verkefnið í framkvæmdum á vegum Grindavíkurbæjar. Þær byggingarlóðir sem hafi verið lausar í bænum og talið að myndu endast jafnvel til 2020, hafi nánast horfið og parhúsa- og raðhúsalóðir ekki lengur lausar til úthlutunar. Aðalskipulag fyrir frekara byggingarsvæði sé til, en nú þurfi að leggja lagnir og götur í nýjasta hverfi Grindavíkur, Hópshverfinu.

„Við reiknum með því að útboðagögn verði tilbúin á allra næstu vikum, hægt verði að bjóða verkið út og vonandi hægt að hefja framkvæmdir og úthlutanir með haustinu,“ segir Fannar.

Íbúum Grindavíkur hefur fjölgað hratt síðustu árin en nú stefnir fjöldi íbúa í 3.300. Fannar segir að mikill áhugi sé á því hjá fólki að setjast að í Grindavík en húsnæði skorti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024