Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 28. febrúar 2000 kl. 14:25

Gatnaframkvæmdir í Vogum

Íslenskir aðalverktakar hf. eru byrjaðir á gatnaframkvæmdum í Vatnsleysustrandarhreppi. Búið er að grafa upp Stapaveg og Akurgerði og lagnavinna hafin. Breytingar á hafnargarðinum er einnig á dagskrá og þessa dagana er verið að undirbúa það verk. Framkvæmdir hafa gengið vel en veður og vindar hafa sett strik í reikninginn. Stapavegur verður endurnýjaður að Hvammi og komið á hringtengingu á vatni um leið til að auka vatnsþrýsting í Fagradal, Leirdal og Brekkugötu. Verkinu miðar vel og nú er verið að ganga frá lögnum en yfirborðsfrágangi hefur verið frestað um sinn vegna veðurs en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í vor. Kostnaður er heldur meiri en gert var ráð fyrir í upphafi enda mun meiri jarðvegsskipti en var gert ráð fyrir. Framkvæmdir við Akurgerði eru einnig hafnar og verið er að undirbúa breytingar á hafnarsvæðinu en þar á að framlengja hafnargarðinn og stækka athafnasvæðið umtalsvert. „Jarðvegsskiptum er lokið við Akurgerði og við erum nú í lagnavinnu“, segir Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri jarðvegsvinnusviðs ÍAV hf. og bætti við að framkvæmdir hefðu gengið vel miðað við aðstæður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024