Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gasmengun í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í dag
Blár litur gasmengunarinnar sést vel á þessari mynd sem tekin var í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 7. apríl 2021 kl. 09:23

Gasmengun í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í dag

- og Grindavík í kvöld

Gera má ráð fyrir dálítilli gasmengun í dag í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Seint í kvöld snýst í norðaustanátt og þá mun mengunin berast yfir Grindavík. Á myndinni með fréttinni, sem tekin var núna kl. 09:15 má sjá bláa móðu frá eldstöðvunum við Vogastapa. Loftgæði í Vogum voru mjög slæm í nótt, samkvæmt upplýsingum frá mælistöð sem er við íþróttamiðstöðina í Vogum. Sömu sögu er að segja af mælum í Innri-Njarðvík. Þeir sýndu mjög há gildi í nótt eins og sjá má á skjáskoti hér að neðan.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðaustan 8-13 m/s, snjókoma eða slydda og takmarkað skyggni. Gass gæti orðið vart á norðanverðu Reykjanesi í byggð. Hiti um og undir frostmarki. Lægir í kvöld.

Snýst í norðaustanátt í nótt, 10-15 m/s um hádegi svo eitthvað gas gæti mælst í Grindavík. Léttir til og kólnar, frost 2 til 7 stig.