Gaskútar á ferð og flugi
Lögreglunni á Suðurnesjum var í nótt tilkynnt um gaskúta sem voru á ferð og flugi í rokinu í Grindavík. Reyndust þeir vera ættaðir frá Olís. Lögreglumenn stöðvuðu ferðalag þeirra og komu þeim í skjól.
Síðdegis í gær barst lögreglu tilkynning um að þak á húsi í Garði væri við það að fjúka í heilu lagi. Net lá yfir húsið, en það dugði ekki til. Lögregla gerði björgunarsveitinni Ægi viðvart. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og festu þakið.
Þá barst tilkynning um að mótorbátur væri að losna í Keflavíkurhöfn. Áhafnarmeðlimir mættu á vettvang og festu bátinn.