Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Gaskút stolið frá grilli
Föstudagur 27. ágúst 2004 kl. 08:58

Gaskút stolið frá grilli

Húsráðandi við Mávabraut tilkynnti til lögreglu um þjófnað á gaskút sem tengdur var við grill.  Grillið var á baklóð og að sögn eiganda var gaskúturinn við grillið í hádeginu í fyrradag en var horfinn í gær.
Gaskútar hafa verið vinsælir á meðal þjófa, sem hafa fengið greitt skilagjald fyrir kútana á bensínstöðvum. Hins vegar hefur það færst í aukana að bensínstöðvar séu hættar að greiða skilagjald fyrir kútana, heldur fáist þeim eingöngu skipt upp í nýja kúta með gasfyllingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024