Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:35
GASGRILL Í LJÓSUM LOGUM
Eldur kom upp í gasgrilli í bílskúr í Sandgerði s.l. sunnudagskvöld. Logarnir léku um grillið og teygðu sig síðan í slöngu, sem lá inn í gaskútinn. Slökkviliðið í Sandgerði kom á vettvang og slökkti eldinn. Engar skemmdir urðu í kjölfar eldsins.