Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Gárur á Reykjanesi fengu 4,7 milljóna styrk
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. júlí 2025 kl. 06:30

Gárur á Reykjanesi fengu 4,7 milljóna styrk

Þróunarverkefnið „Gárur á Reykjanesinu – Nærumhverfi til útikennslu“ fékk 4,7 milljóna króna styrk úr Sprotasjóði. Reykjanes jarðvangur leiðir verkefnið fyrir hönd samstarfshóps sem samanstendur af öllum grunnskólum og skólaskrifstofum sveitarfélaga á Reykjanesi, ásamt Þekkingarsetri Suðurnesja og GeoCamp Iceland.

Markmið verkefnisins eru að efla skapandi útikennslu og styrkja tengsl nemenda við náttúru og samfélag. Kortlagðir verða fjölbreyttir staðir í nágrenni grunnskóla sem nýtast til kennslu í náttúruvísindum, sögu og menningu. Útkoman verður stafrænn gagnabanki með GPS-hnitum, lýsingum, verkefnum og kennsluleiðbeiningum sem nýtast nemendum, kennurum og almenningi til útikennslu og fræðslu innan jarðvangsins.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl