Garðveisla endaði snögglega vegna lyktar kísilvers
-Formaður bæjarráðs segir ófyrirgefanlegt að verksmiðjan skaði fjölskyldumeðlimi sína
Garðveisla Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem haldin var í kvöld á Þverholti í Reykjanesbæ, endaði snögglega. Ástæðan var lykt frá kísilveri United Silicon. Reka þurfti alla gesti inn í hús til að flýja lyktina, astmalyf voru þá tekin fram og gluggum og hurðum lokað.
Friðjón segir kísilverið ekki sýna neina samfélagslega ábyrgð og að loka verði verksmiðjunni strax. „Eftir erfiða daga hafa þrír fjölskyldumeðlimir þurft að leita til læknis. Núna er ég búin að fá nóg. Verksmiðjan er farin að skaða fjölskylduna mína og það get ég ekki fyrirgefið,“ segir Friðjón.