Garðvegur þungfær
Færð á Garðvegi er þung þessa stundina og ekki fyrir illa búna bíla að fara þar um. Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði hafa verið í allan morgun að aðstoða fólk í umferðinni, sem hefur ekki komist leiðar sinnar sökum ófærðar.
Talsverður skafrenningur er nú á helstu leiðum á Suðurnesjum.
Mynd: Björgunarsveitarmenn á ferð og flugi á Sandgerðisvegi fyrir rúmri klukkustund.