Garðurinn verður „Hollywood“ Suðurnesja
				
				Líkur eru á því að Garðurinn breytist brátt í Hollywood okkar Suðurnesjamanna. Draumasmiðjan hefur hug á að framleiða sjónvarpsþætti, þ.e. ofbeldislaust barnaefni, sem hugsanlega yrðu teknir upp við Garðskagavita. Fyrirtækið hefur jafnframt áhuga á að fá starfsaðstöðu í Reykjanesbæ eða nágrenni. Menningar- og safnaráð Reykjanesbæjar tók fyrirspurnina nýlega fyrir á fundi sínum en málið er enn í skoðun.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				