Garður: Verknámsstofur 170% fram úr fjárhagsáætlun
Heildarkostnaður vegna verknámsstofa í Gerðaskóla varð um 46 milljónir króna en 17 milljónir höfðu verið áætlaðar til verksins. Verkið fór því um 170% fram úr áætlun. Minnihluti F-lista gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og spyr hvað sé að.
Málið kom til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði þegar endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2007 kom til umræðu. Vísað er í greinargerð byggingafulltrúa þar sem fram kemur að alltaf sé erfitt að áætla kostnað þegar eldri hús eru endurgerð. Margt óvænt geti komið í ljós sem erfitt sé að sjá fyrir. Sú hafi verið raunin í þessari framkvæmd. Þá segir í greinargerðinni að vanda hefði mátt mun betur til verka í áætlunargerðinni. Einnig kemur fram að viðbótarkostnaður við nýjar bæjarskrifstofur nemi 10 milljónum króna sem mun vera 30% umfram áætlun. Í báðum tilvikum hafi kostnaðaráætlun verið keypt af fagaðilum.
„Við framúrkeyrslu uppá 170% þá er að sjálfsögðu eitthvað mikið að,“ segir í bókun sem minnihlutinn lagði fram. „Að ofangreindu má sjá að nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar vinnubrögð þau sem viðhöfð eru þegar áætlanir eru unnar og farið verði fram á vandaðri vinnubrögð við gerð þeirra í framtíðinni,“ segir í bókuninni.
Á fundinum var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sett verði á stofn þriggja manna nefnd sem hafi eftirlit með framkvæmdum á vegum bæjarins. Verktökum verði gert að skýra stöðu framkvæmda á reglulegum fundum með nefndinni og kostnaður fyrir hvern áfanga verði borinn saman við áætlanir.
Málið kom til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði þegar endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2007 kom til umræðu. Vísað er í greinargerð byggingafulltrúa þar sem fram kemur að alltaf sé erfitt að áætla kostnað þegar eldri hús eru endurgerð. Margt óvænt geti komið í ljós sem erfitt sé að sjá fyrir. Sú hafi verið raunin í þessari framkvæmd. Þá segir í greinargerðinni að vanda hefði mátt mun betur til verka í áætlunargerðinni. Einnig kemur fram að viðbótarkostnaður við nýjar bæjarskrifstofur nemi 10 milljónum króna sem mun vera 30% umfram áætlun. Í báðum tilvikum hafi kostnaðaráætlun verið keypt af fagaðilum.
„Við framúrkeyrslu uppá 170% þá er að sjálfsögðu eitthvað mikið að,“ segir í bókun sem minnihlutinn lagði fram. „Að ofangreindu má sjá að nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar vinnubrögð þau sem viðhöfð eru þegar áætlanir eru unnar og farið verði fram á vandaðri vinnubrögð við gerð þeirra í framtíðinni,“ segir í bókuninni.
Á fundinum var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis að sett verði á stofn þriggja manna nefnd sem hafi eftirlit með framkvæmdum á vegum bæjarins. Verktökum verði gert að skýra stöðu framkvæmda á reglulegum fundum með nefndinni og kostnaður fyrir hvern áfanga verði borinn saman við áætlanir.