Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Tómstundir eldri borgara að Gerðavegi 1
Þriðjudagur 18. september 2007 kl. 09:46

Garður: Tómstundir eldri borgara að Gerðavegi 1

Sveitarfélagið Garður mun taka húsnæðið að Gerðavegi 1 í Garði á leigu undir tómstundir 60 ára og eldri í sveitarfélaginu. Húsnæðið er 180 fermetrar og býður upp á fleiri nýtingarmöguleika og fjölbreytileika í framboði verkefna og námskeiða. Þrír valkostir voru skoðaðir  og reyndist Gerðavegur 1 þjóna markmiðum starfseminnar best.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Garðs lagði fram eftirfarandi bókun á síðasta fundi vegna málsins.

„Nú er ljóst að N-listinn viðurkennir loksins að starf æskulýðsnefndar og tómstundir eldri borgara fara ekki saman í Sæborgu, en fulltrúar F-listans bentu strax á að húsnæðið hentaði ekki fyrir báða hópana.  F-listinn lýsir yfir ánægju sinni með þessi sinnaskipti að nú skuli ákveðið að leigja sérstakt húsnæði undir starf eldri borgara.  Tveir aðilar hafa lýst yfir húsnæði í þeirra eigu sem hentar til leigu undir áður nefnda starfsemi og leggur F-listinn því til að óskað verði eftir lokuðu tilboði í leiguna frá þeim sem síðan verði opnað í þeirra viðurvist og lægra tilboðinu verði síðan tekið“.

Tillaga F-lista felld með tveimur atkvæðum N-lista, sem bókaði:

„Ákvörðun N-lista að leigja sérstakt húsnæði undir starf eldri borgara er tekin í ljósi bættrar fjárhagsstöðu bæjarins.  Ítrekað er að Gerðavegur 1 hentar mjög vel fyrir starfsemina og býður upp á fjölbreytileika í verkefnavali“.

Fulltrúar N-lista greiða atkvæði með tillögunni en fulltrúi F-lista er á móti.

 

Mynd: Gerðavegur 1. Þar var áður verslun Samkaupa Strax. Loftmynd: Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024