Garður: Tekjur 90 milljónum meiri en áætlað var
Bæjarráð Garðs hefur samþykkt að gera breytingar á fjárhagsáætlun 2009 þar sem tekjur sveitarfélagsins eru 89,5 milljónir króna umfarm það sem áætlað var.
Þar af leiðandi verður framlag Framtíðarsjóðsins til aðalsjóðs lækkað úr 145,7 milljónum í 73,3 milljónir. Breytingar á fjármagnsliðum verða neikvæðar um 57,1 milljón sem af stærstum hluta er vegna fjármagnstekjuskatts ársins 2009. Afborgun langtímalána lækkar um 6,2 milljónir vegna verðlagsbreytinga.
Breyting á fjárfestingum, kostnaður vegna byggingu Gerðaskóla er 41,2 m.kr. lægri en áætlað var og munar þar mestu um endurgreiddan virðisaukaskatt.
Fráveitan er 4 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Áætlaður kostnaður við 1. áfanga skólalóðar Gerðaskóla er 52,8 m.kr.