Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður tekinn með trompi í strandhreinsiátaki
Garðskagaviti.
Miðvikudagur 21. júní 2017 kl. 06:00

Garður tekinn með trompi í strandhreinsiátaki

-Átakið yfirstaðið í Grindavík þar sem 1500 tonn af rusli voru tínd

Strandhreinsiátak Nettó í samstarfi við Bláa herinn, Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum og félagssamtök á svæðinu, standa fyrir strandhreinsun í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum í sumar. Þegar hefur hópurinn látið til sín taka í Grindavík, á svæðinu við Brimketil. Sú hreinsun gekk vonum framar, en alls tíndu sjálfboðaliðar 1500 tonn af rusli á aðeins tveimur klukkustundum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú verður haldið áfram með átakið í Garði kl. 16:30 í dag við Garðskagavita. Blásið verður til Sólseturshátíðarinnar þar um næstu helgi.

 

Tómas J. Knútsen fer fyrir Bláa hernum líkt og áður og verður á svæðinu ásamt sjálfboðaliðum, m.a. úr knattspyrnudeild Víðis og Reynis. Nettó býður svo öllum sjálfboðaliðum uppá hressingu að hreinsun lokinni. ​

 

Verkefnið er liður í samfélagslegri ábyrgð Nettó en fyrirtækið hefur beint sjónum sínum að því sem betur má fara í umhverfismálum á síðustu árum. Markmið strandhreinsunarátaksins er að safna saman rusli og færa það til endurvinnslu, en það er ekki síður til þess fallið að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála á Íslandi. Verslanir Nettó hafi verið öflugar í að beina sjónum sínum að því sem betur megi fara undir formerkjum átaka á borð við Minni sóun og Allt-nýtt.

 

„Við höfum dregið gríðarlega úr sorpmagni frá verslunum okkar undanfarin ár og stefnum á að draga úr því um 100 tonn í ár. Við stefnum á að halda þessu áfram og viljum endilega hvetja fleiri fyrirtæki til að leggja sitt á vogarskálarnar líka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem reka Nettó.