Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður: Sveitarfélagið styður vel við björgunarsveitina
Miðvikudagur 16. janúar 2008 kl. 22:20

Garður: Sveitarfélagið styður vel við björgunarsveitina

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti nú síðdegis myndarlegan stuðning við Björgunarsveitina Ægi í Garði. Styrkur Sveitarfélagsins Garðs er til kaupa á nýjum fjarskiptabúnaði og til smíði á sérútbúinni óveðurskerru. Í þessi verkefni verður varið samtals tveimur milljónum króna í ár og á næsta ári.

Þá samþykkti bæjarráð einnig síðdegis að veita björgunarsveitinni styrk til greiðslu fasteignagjalda af fasteign Björgunarsveitarinnar Ægis, Þorsteinsbúð. Auk þess fær björgunarsveitin árlegan styrk sem getið er um í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2008.

Stuðningur Sveitarfélagsins Garðs hefur í gegnum árin verið mikilvægur í starfsemi Björgunarsveitarinnar Ægis. Björgunarsveitin hefur síðustu ár unnið að mikilli endurnýjun á húsnæði og búnaði sveitarinnar. Þannig er húsnæði björgunarstöðvarinnar í Garði allt endurnýjað og bílaflotinn hefur einnig verið endurnýjaður. Þá er ýmis björgunarbúnaður nýr, en með stuðningi bæjaryfirvalda í dag gefst Björgunarsveitinni Ægi enn frekara tækifæri til að endurnýja búnað sinn og tæki. Björgunarsveitin er að kaupa nýjar Tetra-fjarskiptastöðvar og þá verður á næstu vikum ráðist í smíði á sérútbúinni óveðurskerru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024