Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Stækkun skólans á lokastigi
Sunnudagur 26. júlí 2009 kl. 10:55

Garður: Stækkun skólans á lokastigi


Framkvæmdir við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Garði eru á áætlun og verður lokið í upphafi nýs skólaárs í næsta mánuði eins og stefnt var að. Þessa dagana er verið að mála og dúkleggja skólastofurnar.
Stækkun skólans er eitt stærsta verkefnið sem sveitarfélagið hefur ráðist í og á eftir að breyta miklu í skólastarfinu. Með stækkuninni bætast við átta kennslustofur og stór samkomusalur, sem einnig nýtist sem matsalur. Bókasafnið fær í betra rými, sérstök raungreinastofa verður útbúin og einnig tónmenntastofa og myndmenntastofa.  Ný tölvustofa og ný heimilsfræðistofa fylgja einnig breytingunum, svo nokkuð sé nefnt.
Raungreinar fá aukið vægi í Gerðaskóla þegar nýbygging skólans verður tekin í notkun. Til dæmis er fuglaskoðunarturn á nýbyggingunni og sérstakt útisvæði til að vinna úr verkefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024