Garður: Skiptar skoðanir í bæjarstjórn
Minnihluti F-lista í Garði gagnrýndi ákvörðun meirihluta N-lista að ganga til samninga við Reykjanesbæ um að fasteignagjöldum vegna fyrirhugaðs álvers verði skipt jafnt milli bæjanna, Reykjaneshafnar og Norðuráls. Þetta var á sérstökum aukafundi bæjarstjórnar vegna umrædds samnings.
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að um 85-90% bygginga álversins verði í landi Garðs og telst minnihlutanum til að með því sé bærinn að afsala sér um 35 milljónum á ári.
Meirihluti N-lista svarar því til að lengi hafi litið út fyrir að álverið yrði að öllu leyti utan sveitarfélagsins. Viðræður nýs meirihluta við Reykjanesbæ hafi hins vegar leitt til niðurstöðu sem skapar nýjan tekjugrundvöll fyrir bæinn.
F-listamenn lögðu að lokum fram bókun þess efnis sð þeir hefðu , þegar þeir voru í meirihluta, talað fyrir þessari staðsetningu, en engar formlegar viðræður höfðu farið fram um álver fyrir kosningar.
Þrátt fyrir þessar skiptu skoðanir var samningurinn samþykktur samhljóða.
Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að um 85-90% bygginga álversins verði í landi Garðs og telst minnihlutanum til að með því sé bærinn að afsala sér um 35 milljónum á ári.
Meirihluti N-lista svarar því til að lengi hafi litið út fyrir að álverið yrði að öllu leyti utan sveitarfélagsins. Viðræður nýs meirihluta við Reykjanesbæ hafi hins vegar leitt til niðurstöðu sem skapar nýjan tekjugrundvöll fyrir bæinn.
F-listamenn lögðu að lokum fram bókun þess efnis sð þeir hefðu , þegar þeir voru í meirihluta, talað fyrir þessari staðsetningu, en engar formlegar viðræður höfðu farið fram um álver fyrir kosningar.
Þrátt fyrir þessar skiptu skoðanir var samningurinn samþykktur samhljóða.