Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður: Skagabraut 16 er verðlaunagarðurinn 2009
Miðvikudagur 29. júlí 2009 kl. 09:40

Garður: Skagabraut 16 er verðlaunagarðurinn 2009


Sveitarfélagið Garður veitti í gær árlegar umhverfisviðurkeningar fyrir vel hirta garða, snyrtilegt umhverfi, hús og lóðir sem þóttu til fyrirmyndar. Verðlaunagarðurinn að þessu sinni er að Skagabraut 16 og er í eigu þeirra Guðlaugar R. Jónsdóttur og Sverris Karlssonar.

Aðrir sem fengu viðurkenningar voru:

Gísli R. Heiðarsson og Sigrún Guðmunda Ragnarsdóttir, Nýjabæ , fyrir miklar endurbætur á húsi og lóð.

Bragi Árnason og Svandís Torfadóttir, Silfurtúni 11, fyrir snyrtilegt umhverfi.

Unnar Guðmundsson og Bryndís Rögnvaldsdóttir, Eyjaholti 5, fyrir snyrtilegt umhverfi.

N1 bensínstöð og hraðbúð, Dúddarnir, hljóta hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og lagfæringar á húsi og lóð.

Sunnubraut 4 hlýtur viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallega frágengna lóð.

Íbúar við Fríholt hljóta hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi.
--


Myndin er tekin við verðlaunaafhendinguna í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024