Garður: Samstarf við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að skoðuð verði með Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar sú stefna sem unnið er eftir í grunnskólum Reykjanesbæjar og hefur gefist vel samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið.
Lagt er til að fela bæjarstjóra og formanni skólanefndar að skoða með aukið samstarf með nýjum samningi við Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Þá þarf að leggja fram drög að samningi um samstarf og fræðslustefnu fyrir skólanefnd og bæjarráð sem fyrst, segir í fundargerð bæjarráðs Garðs, sem var samþykkt samhljóða.