Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður og Securitas Reykjanesi gera samstarfssamning
Mánudagur 26. apríl 2010 kl. 08:22

Garður og Securitas Reykjanesi gera samstarfssamning


Sveitarfélagið Garður og Securitas Reykjanesi hafa gert með sér samning um samstarf í öryggismálum sveitarfélagsins. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins en á henni eru Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs, Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesi og Magnús Reyr Agnarsson, þjónustustjóri gæslusviðs Securitas Reykjanesi. Öryggiskerfi allra stofnana sveitarfélagsins verða tengd stjórnstöð Securitas og munu öryggisverðir fyrirtæksins á Reykjanesi sinna útköllum ef þörf krefur. Hjá Securitas Reykjanesi starfa nú 18 starfsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024