Mánudagur 24. janúar 2005 kl. 13:10
Garður og Sandgerði styrkja hjálparstarf
Bæjaryfirvöld í Sandgerði og Garði hafa ákveðið að láta fé af hendi rakna til hjálpar- og uppbyggingarstarfsins við Indlandshaf eftir hörmungarnar sem dundu yfir þann 26. des. sl.
Sveitarfélagið Garður leggur fram 100.000 kr. og Sandgerði 125.000.