Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Niðurgreiðslur auknar vegna vistunar barna hjá dagmæðrum
Föstudagur 9. mars 2007 kl. 11:04

Garður: Niðurgreiðslur auknar vegna vistunar barna hjá dagmæðrum

Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum í Garði verða auknar, samkvæmt
samhljóða samþykkt frá bæjarstjórnarfundi í Garði nú í vikunni.

Vegna hækkunar á gjaldskrá dagmæðra var lagt til að niðurgreiðsla fyrir börn foreldra í vígðri eða óvígðri sambúð hækkaði úr kr. 5.000 í 10.500 fyrir 4-5 klst. vistun og úr kr. 7.500 í 15.500 fyrir 6-7 klst. vistun. 

Fyrir börn einstæðra foreldra var lagt til að niðurgreiðslur hækki úr kr.10.000 í kr. 16. 000 fyrir 4-5 klst. vistun og úr kr.15.000 í 21.000 fyrir 6-7 klst. vistun. 

Í fundagerð segir að þessi hækkun rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2007 miðað við þann fjölda barna sem nú eru vistuð hjá dagmæðrum.  Þessar breytingar munu taka gildi þann 1. apríl næstkomandi.


Mynd: Skapandi krakkar í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024