Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Myndarlegur stuðningur við björgunarsveitina
Þriðjudagur 29. janúar 2008 kl. 14:28

Garður: Myndarlegur stuðningur við björgunarsveitina

Sveitarfélagið Garður og Björgunarsveitin Ægir í Garði undirrituðu fyrir helgi samstarfssamning sem felur í sér að sveitarfélagið mun greiða 2ja milljóna kr. styrk til smíða á sérútbúinni óveðurskerru og til kaupa á fjarskiptabúnaði.

Á vef sveitarfélagins segir að björgunarsveitin hafi unnið gott verk í byggðarlaginu og reynst íbúum og sveitarfélaginu afar vel við erfiðar aðstæður. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarið hjá björgunarsveitinni þar sem húsnæði hefur verið endurnýjað ásamt ýmsum nauðsynlegum búnaði.

Sveitarfélagið vill með þessu framtaki undirstrika mikilvægi sveitarinnar fyrir samfélagið og sem aðili í æskulýðsstarfi í bænum.

Fulltrúar björgunarsveitarinnar segja að styrkurinn komi sér mjög vel þar sem smíði á óveðurskerrunni sé aðkallandi verkefni.

VF-mynd/Þorgils - Þorsteinn Jóhannsson, gjaldkeri björgunarsveitarinnar Ægis, handsalar samninginn við Oddnýju Harðardóttur, bæjarstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024