Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður kaupir Útskála á 12 milljónir króna
Miðvikudagur 23. október 2013 kl. 11:09

Garður kaupir Útskála á 12 milljónir króna

Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt að taka kauptilboði Sveitarfélagsins Garðs í Menningarsetrið að Útskálum. Um er að ræða gamla prestsetrið en framkvæmdir voru hafnar við að breyta húsinu í menningarsetur. Félag um þá framkvæmd fór í þrot og eignaðist bankinn húsið í framhaldinu.

Kauptilboð Sveitarfélagsins Garðs hljóðaði upp á 12 milljónir króna en eignin var auglýst í sumar á 23 milljónir króna. Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, hafa samþykkt tilboðið með fyrirvara um samþykki stjórnar. Þá hefur Sveitarfélagið Garður samþykkt að ganga til kaupanna og greitt verði með handbæru fé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024