Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður hyggst greiða niður skuldir um 600 milljónir
Föstudagur 18. september 2009 kl. 14:49

Garður hyggst greiða niður skuldir um 600 milljónir

- Eiga rúma tvo milljarða króna í banka.

Sveitarfélagið Garður hyggst greiða niður skuldir sínar um allt að 600 milljónir. Sveitarfélagið á rúmlega tvo milljarða króna í banka. Þá hefur Garður gert tilboð í kirkjujörðina Útskála sem er 75 hektarar. Framkvæmdir vegna tónlistarskóla munu hefjast bráðlega. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Á íbúafundi í Garðinum í vikunni voru samþykktar þær áætlanir bæjarstjórnar að greiða niður skuldir sveitarfélagsins um allt að 600 milljónir. „Við eigum þessa fjárhæð og ríflega það á banka,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum í samtali við Morgunblaðið. Alls nema bankainnistæður sveitarfélagsins tveimur milljörðum og 82 milljónum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við höfum verið að hugsa málið undanfarna mánuði og nú á að taka af skarið og greiða niður skuldir,“ segir hann. Peningar sveitarfélagsins koma til af sölu hlutar í Hitaveitu Suðurnesja. Ákveðið var að leggja þá peninga í svokallaðan Framtíðarsjóð Garðs frekar en að fara út í fjárfestingar.

Á síðasta ári var ákveðið að stækka grunnskólann um átta kennslustofur og voru þær nýverið teknar í notkun. Kostaði sú framkvæmd 500 milljónir.

„Það er líklega einstakt að við tókum ekki lán vegna framkvæmdarinnar heldur notuðum við ávöxtunina af Framtíðarsjóðnum,“ segir Ásmundur.

Næst stendur til að færa tónlistarskólann inn í grunnskólann.

www.mbl.is