Garður glímir ekki við fjárhagserfiðleika
– með fyrirsjáanlegum greiðsluerfiðleikum
Við skoðun Eftilitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga á fjármálum samstæðu Sveitarfélagsins Garðs kemur meðal annars fram að skuldastaða sveitarfélagsins er mjög góð.
Skuldaviðmið samkvæmt ársreikningi 2013 er aðeins 3%, handbært fé er 623 m.kr. og veltufé frá rekstri er 99 m.kr. sem fer langt með að greiða fjárfestingu ársins og afborganir skulda og skuldbindinga.
Þrátt fyrir að rekstrarniðurstaða sé neikvæð er niðurstaða nefndarinnar að sveitarfélagið glími ekki við fjárhagserfiðleika með fyrirsjáanlegum greiðsluerfiðleikum. Verkefni sveitarstjórnar er samkvæmt sveitarstjórnarlögum að sjá til þess að jafnvægisreglu verði náð og ekki verður annað séð en sveitarstjórn hafi brugðist við neiðkvæðri rekstarniðurstöðu af ábyrgð og í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Nettó skuldir eru litlar og sveitarfélagið vel í stakk búið til að sinna lögbundu hlutverki sínu, segir í fundargerð bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs.