Garður: Fjárhagsáætlun samþykkt
„Á árinu 2005 er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum í Garði s.s. stækkun byggðasafnsins,stækkun leikskóla auk umhverfis-og gatnaframkvæmda. Einnig er gert ráð fyrir öflugri þjónustu við íbúana.Miðað við mikla uppbyggingu í Garði er ekki óeðlilegt að skuldir aukist tímabundið. Uppbyggingin mun skila byggðarlaginu auknum tekjum í framtíðinni“, segir í bókun meirihluta F-listans í Garði en fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 29. desember sl. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 var samþykkt með 4 atkvæðum en 3 sátu hjá við afgreiðsluna.
Gert er ráð fyrir að tekjur ársins verði 387.114.000 kr. og rekstur málaflokka verði 381.050.590 kr. Fjárfestingar verða kr. 59.179.000 og afborganir lána nema 46 milljónum króna. gert er ráð fyrir lántöku uppá 90 milljónir kr. á árinu.
Fulltrúi H-lista lét bóka að skuldir Garðs munu aukast um 44 milljónir á næsta ári.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson