Garður: Fasteignafélag ekki góður kostur
Bæjarráð Garðs telur ekki vænlegt að fara þá leið að selja fasteignir sínar í fasteignafélag. Þetta kemur fram í umfjöllun á heimasíðu bæjarins í dag.
Allnokkur sveitarfélög á svæðinu og víðar hafa farið þessa leið og bera þessu fyrirkomulagi góða sögu og fólu Garðmenn því Davíð Einarssyni, endurskoðanda sveitarfélagsins að kynna sér málið.
Davíð skilaði bæjarráði greinargerð varðandi málið og taldi að miðað við vaxtakjör í dag sé það „ekki álitlegur kostur að selja eigur sveitarfélagsins og leigja síðan.“
Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela endurskoðanda að fara yfir lánamál sveitarfélagsins og kanna möguleika á lántöku til skuldbreytinga.
Allnokkur sveitarfélög á svæðinu og víðar hafa farið þessa leið og bera þessu fyrirkomulagi góða sögu og fólu Garðmenn því Davíð Einarssyni, endurskoðanda sveitarfélagsins að kynna sér málið.
Davíð skilaði bæjarráði greinargerð varðandi málið og taldi að miðað við vaxtakjör í dag sé það „ekki álitlegur kostur að selja eigur sveitarfélagsins og leigja síðan.“
Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela endurskoðanda að fara yfir lánamál sveitarfélagsins og kanna möguleika á lántöku til skuldbreytinga.