Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður fær líka nýtt álver
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 14:28

Garður fær líka nýtt álver

Gert er ráð fyrir að ker- og steypuskálar fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík verði staðsettir á lóð innan landamarka sveitarfélagsins Garðs. Fasteignagjöldum verður skipt að jöfnu á milli Garðs og Reykjanesbæjar, samkvæmt drögum að samkomulagi sem bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið bæjarstjóra að ganga frá.
Lóðin sem um ræðir tilheyrði áður varnarsvæði í eigu ríkisins. Álverið, sem mun hafa allt að 250 þúsund tonna framleiðslugetu, verður því staðsett í báðum sveitarfélögunum samkvæmt samkomulaginu um legu lóðarinnar.

Mynd: Álverið mun líta svona út en líklega snúa öðruvísi samkvæmt nýju samkomulagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024