Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Deilt um gatnagerðargjöld
Fimmtudagur 11. október 2007 kl. 11:40

Garður: Deilt um gatnagerðargjöld

Minnihluti F- lista í Garði deildi á meirihlutann á síðasta bæjarstjórnarfundi þegar rætt var um gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu.

Með tilkomu nýrra laga um gatnagerðargjald varð sú breyting á að héðan í frá eru gjöldin miðuð við byggingarflöt lóðarinnar en ekki stærð húsnæðisins. Þetta þýðir t.d. að ef allar einbýlishúsalóðir við götu eru jafn margir fermetrar greiða allir jafn hátt gatnagerðargjald sama hve húsið sem reist er á lóðinni er stórt.


F-listi sakar meirihluta N-lista að seilast enn frekar í vasa húsbyggjenda og tekur eftirfarandi dæmi því til stuðnings:
Gatnagerðargjaldið er nú ekki alveg samanburðarhæft frá fyrri gjaldskrá, þó mun gjaldið verða mun hærra fyrir þær hússtærðir sem eru hvað algengastar hér í Garðinum. Má þar nefna dæmi um gatnagerðagjald fyrir algengt parhús í Garði mun hækka um tæp 30%. Gatnagerðagjald fyrir algenga stærð af einbýlishúsi mun hækka um tæp 15%.
Stofngjald fráveitu, sem er fast gjald, er hækkað úr 80.000kr í 117.050kr eða um tæp 47%.
Byggingarleyfisgjald er hækkað verulega eða rúm 100%, þó háð hússtærð.
Þá hefur tækifærið verið nýtt og þjónustugjöld tæknideildar verið hækkuð verulega, og má þar sjá tölur allt að 330% hækkun!


Lögðu fulltrúar F-lista það til að prósentutölur yrðu lækkaðar svo ekki komi til hækkana þrátt fyrir breytingarnar.
N-listi svaraði að bragði með bókun þar sem þau segjast vera að leggja tugi milljóna í gatnagerðarframkvæmdir sem er að mestu fortíðarvandi frá stjórnartíð F-lista. Þau hafi ekki í hyggju að niðurgreiða gatagerð á kostnað annarra málflokka, s.s. mennta og menningarmála.


Að lokum var samþykktin um gatnagerðargjöld samþykkt með atkvæðum meirihlutans, en fulltrúar minnihluta voru á móti.

VF-mynd/Þorgils - Frá gatnagerðarframkvæmdum í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024