Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Allir skili inn sakavottorði
Föstudagur 2. desember 2011 kl. 10:43

Garður: Allir skili inn sakavottorði

Bæjarráð Garðs samþykkir samhljóða að allir umsækjendur um starf hjá Sveitarfélaginu Garði skili inn sakavottorði með umsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í grunnskólanum Gerðaskóla gilda nú þegar þær reglur að umsækjendur um starf skila inn sakavottorði.

Undanfarið hefur verið í fréttum að einstaklingur af höfuðborgarsvæðinu, sem hefur dóm á bakinu fyrir vörslu barnakláms, hafi starfað í Garði við danskennslu eftir að dómur féll í máli hans.