Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Áfram óbreytt útsvarsprósenta
Þriðjudagur 11. desember 2007 kl. 10:52

Garður: Áfram óbreytt útsvarsprósenta

Tillaga F-listans í minnihluta bæjarstjórnar í Garði um lækkun útsvarsprósentu var felld af meirihluta N-lista á síðasta bæjarstjórnarfundi. Útsvarsprósentan verður því óbreytt frá fyrra ári, eða 13, 03%. F-listinn vildi lækka hana niður í 12,7%

Í bókun meirihlutans segir að í langflestum sveitarfélögum landsins sé útsvarsprósentan 13,03 enda sé gert ráð fyrir henni við alla útreikninga við framlög jöfnunarsjóðs sem er einn af þremur tekjustofnun sveitarfélaga. Með stefnu N-listans og framtíðarsýn sé þjónusta við bæjarbúa aukin til muna og njóti bæjarbúar á öllum aldri þjónustunnar, hvort sem er í auknu framboði eða lægri þjónustugjöldum.
Tillaga N-lista samþykkt með fjórum atkvæðum N-lista. Fulltrúar F-lista greiddu atvkæði á móti.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024