Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður: Áfram hægt að sækja um niðurgreiðslu og akstursstyrk
Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 17:05

Garður: Áfram hægt að sækja um niðurgreiðslu og akstursstyrk

Sagt er frá því á vefsíðu Garðs í dag að nokkrar fyrirspurnir hafi borist til þeirra um það hvort Garður muni áfram veita niðurfellingu til ellilífeyris- og örorkuþega á fasteignaskatti. Einnig hafa þeim borist fyrirspurnir um hvort niðurgreidd verði vistun hjá dagmæðrum og hvort námsmenn muni áfram fá ferðastyrki.

Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt að ellilífeyris -og örorkuþegar geti sótt um niðurfellingu fasteignaskatts og sé niðurfellingin tekjutengd. Einstaklingur með árstekjur allt að 1.418 þúsund kr. fær 100 % niðurfellingu. Hjón sem bæði falla undir regluna fá 100% niðurfellingu miðað við árstekjur allt að 2.130 þúsund kr.

Áfram er hægt að sækja um að fá niðurgreiðslu á vistun hjá dagmæðrum og
einnig geta námsmenn sem stunda nám, sem ekki er hægt að stunda hér á Suðurnesjum, sótt um akstursstyrk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024