Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Garður: 90 milljónir af nýju hitaveitufé í fegrun og uppbyggingu
Miðvikudagur 15. júní 2011 kl. 16:24

Garður: 90 milljónir af nýju hitaveitufé í fegrun og uppbyggingu

Sveitarfélagið Garður hefur selt hlut sinn í HS Orku hf. og fengið fyrir rúmar 90 milljónir króna.
D-listinn í Garði leggur til að þeir fjármunir sem fást fyrir söluna á hlut bæjarins, rúmar 90 mkr. að frádregnum fjármagnstekjuskatti, verði nýttir í verkefni sem D-listinn lagði fram í framtíðarsýn sinni fyrir síðustu kosningar.

Meðfylgjandi er listi yfir framkvæmdir sem áætlað er að farið verði í á næstu þremur árum og felur bæjarstjórn byggingafulltrúa að kanna með kostnað verkefnanna og leggja fyrir bæjarráð
 

Fyrir átaksverkefni framtíðarinnar:  

Göngustígar og ferðamál, hreinsun og hleðsla, t.d Skagagarðurinn 20 m.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fyrir umhverfið og framtíðina
:
Gangstéttir og göngustígar


Fyrir ferðamenn og framtíðina:    

Tjaldstæði við Íþróttahúsið hannað 2011 og byggt upp 2012
Sjósundaðstaða á Garðskaga byggð upp 2012 0g 2013
Merkingar minja og sögufrægra staða 2012-2014
Skagagarðurinn byggður upp 2013, sýnihorn.
Aðstaða fyrir strandstangaveiði og kafara sköpuð við höfnina og bryggjan lagfærð.


Fyrir arfleið liðinna alda:   
• Byggja upp Byggðasafnið og safnasvæðið á Garðskaga 2012-2014.
• Samningur gerður við Siglingastofnun um rekstur gamla vitans, ljóskerið sett á vitann og hann nýttur í ferðamennsku í framtíðinni.
• Hugmynd um vita-, björgunar-, báta- og vinnslusafn sett í gang.
• Hólmsteinn


Fyrir sköpun, listir og framtíðina:  

Listaverkefnið Ferskir Vindar verði haldið árið 2012 og 2014
Lista- og menningarfélagið verði umgjörð um menningarlífið og sérstaklega verði eflt barna og unglingastarf í listum.


Fyrir atvinnulífið og framtíðina:  

Garður skapi aðstöðu til að taka á móti fyrirtækjum sem vilja koma með starfsemi í sveitarfélagið.
Kynningarátak á kostum bæjarins sem friðsælt og gott samfélag þar sem metnaður er lagður í skóla-, íþrótta- og menningarmál.
Fyrir skólana og framtíðina:  Sérstaða skólanna mörkuð í framtíðasýn þeirra og nánast umhveri og saga Garðsins veri hluti af þeim markmiðum.
Unnin framtíðarsýn og tækjakaup.


Fyrir fatlaða og framtíðina: 
Bætt aðgengi fatlaðra, fjölgun atvinnutækifæra fyrir fólk með skerta starfsorku.
Lögbundinn þjónusta verði tryggð fötluðum.


Fyrir íþróttir og framtíðina:
Bygging tækja- og íþróttasalar við Íþróttahús.
Umhverfi og íþróttasvæði Víðis verði byggt upp á árunum 2012-2014.
Samfélagslegt  átak í íþróttum.


Fyrir efri árin og framtíðina:  

Ný tæki, tölvur og áhöld.
Fyrir æskulýðs-, tómstundastarfið og framtíðina: Tækjakaup og aðbúnaður.


Bæjarstjórn felur byggingafulltrúa að kanna með kostnað verkefnanna og leggja fyrir bæjarráð og var þetta samþykkt samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi í Garði.