Garður: 38 milljóna framkvæmd við íþróttamiðstöðina samþykkt í bæjarráði
Bæjarráð Garðs hefur lagt til að samþykktar verði framkvæmdir við íþróttamiðstöðina en þær eru nokkuð viðameiri en gert var ráð fyrir í upphafi og er áætlaður kostnaður um 38 milljónir króna. Gert er ráð fyrir stækkun svæðis við sundlaugina sem rúma mun rennibraut, vaðlaug og bætta aðstöðu fyrir börn.
Vegna seinkunar á hönnun á nýrri frárennslislögn mun hluti af áætlum kostnaði vegna hennar frestast fram yfir áramót og skapast þar með svigrúm fyrir aukna framkvæmd við sundlaugina, segir í fundargerð.