Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garðskáli gjöreyðilagðist í eldi
Myndin var tekin þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 26. janúar 2021 kl. 09:55

Garðskáli gjöreyðilagðist í eldi

Garðskáli við Álftatjörn í Innri-Njarðvík gjöreyðilagðist í eldi í gær. Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja barst útkall á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var skálinn alelda.

Eldurinn var mikill en vindar blésu þannig að nálæg hús sluppu við eldtungurnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkvistarfið gekk vel en skálinn er gjörónýtur eftir brunann.